Skemmtilegt og fróðlegt er fyrir krakka á öllum aldri að sá fræjum eða gróðursetja smáplöntur og fylgjast með hvernig þær vaxa og dafna.

Það þarf ekki garð til að rækta eitthvað smálegt. Einfalt er t.d. að rækta matjurtir í tómri jógúrtdós eða krukku í eldhúsglugganum. Sumar plöntur þarf að rækta í mold en aðrar eins og karsa er hægt að rækta í bómull. Fylgstu vel með vextinum, vökvaðu karsafræin í bómullinni og þegar karsinn er fullvaxinn er hægt að nota hana ofan á brauð eða í matargerð.

Karsi:

  1. Settu blauta bómull í ílát
  2. Settu svo karsa fræin ofan á.
  3. Þú verður að passa að bómullinni sé alltaf haldið rakri.
  4. Eftir nokkra daga ætti karsinn svo að vera byrjaður að vaxa.
  5. Karsann er hægt að nota sem krydd t.d. á samloku en hann er einnig ljúffengur einn og sér.
Myndin er af Daníel Tryggva 5 ára við tómata og sítrónumelissu í eldhúsglugga. Myndin er tekin seint í júní.
Birt:
1. maí 2009
Höfundur:
Vala Smáradóttir
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Vala Smáradóttir „Ræktun matjurta“, Náttúran.is: 1. maí 2009 URL: http://nature.is/d/2007/05/23/rktun-matjurta/ [Skoðað:18. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 23. maí 2007
breytt: 29. nóvember 2010

Skilaboð: