Af hverju ekki að nýta það sem fellur til á heimilinu. Eggjabakkar eru stórskemmtilegir og hægt að gera ótrúlegustu hluti við þá. Svona búum við til eggjabakkagrímur.

Efniviður: Eggjabakki/ar, málning, penslar, teygjuband, heftari og skæri. Sjá mynd:

Við klippum eggjabakkagrímurnar til.
Klippum út augu, og snyrtum til í kring, hér er engin regla hvernig hægt er að klippa og á hugmyndaflugið að ráða för.
Því næst málum við grímuna í öllum regnbogans litum.
Þegar hún er svo þornuð heftum við teygjuband sitthvoru meginn á grímuna til að geta fest hana á okkur.

Einnig er hægt að nota bambus grillspjót ef við viljum gera grímu til að halda fyrir augunum. Þá festum við spjótið öðru meginn við grímuna meða lími eða límbandi.

Takir eftir að hægt er að nota eggjabakkana, ef þú átt fleiri en einn, sem málningarpallettu.

Birt:
25. júní 2014
Höfundur:
Vala Smáradóttir
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Vala Smáradóttir „Eggjabakkagrímur“, Náttúran.is: 25. júní 2014 URL: http://nature.is/d/2014/06/25/eggjabakkagrimur/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 22. ágúst 2014

Skilaboð: