Helgina 23. - 24. maí verður haldin Vistræktarvinnustofa Laugargarðs í samstarfi við frístundarheimilið Dalheima.

Markmið með vinnustofunni er að koma af stað starfsemi fyrir sumarið, skipuleggja fyrstu skrefin í ræktuninni og gera framtíðaráætlanir.
Á vistræktarvinnustofunni verður hugmyndafræði vistræktar kynnt, skoðaðar verða ýmsar ræktunarlausnir og ýmsum hugmyndum velt upp um heildræna hönnun á garði.
Brynja Guðnadóttir umsjónarmaður Laugargarðs, Guðrún Hulda Pálsdóttir og Sigurður Unuson standa að námskeiðinu.

Sigurður og Guðrún stýra fræðsluþætti námskeiðsins. Þau  eru vistræktendur, eru með PCD gráðu í vistrækt og hafa meðal annars numið vistrækt á Írlandi.

Sigrún Jónsdóttir, stofnandi fyrstu grenndargarða í Reykjavík mun halda stutt erindi um þau jákvæðu áhrif  og þann hvatningamátt sem að gott grenndarsamfélag hefur á ræktendur.

Vinnustofa:

Dagur I
Kynning á starfsemi Laugargarðs síðasta sumar.
Fræðsla um vistrækt.
Eftir fræðslu og umræður munu þátttakendur koma með tillögur að hönnun Laugargarðs sem verða kynntar í lok fyrsta dags.

Dagur II
Farið verður út í Laugargarð þar sem þátttakendur taka höndum saman og leggja grunn að ræktun Laugargarðs.
Á námskeiðinu verðum við með forsáðar plöntur en við hvetjum þá sem hafa áhuga á að taka þátt í Laugargarði að byrja að forsá og koma með plöntur til að setja niður.
Fyrri daginn verða veitingar í boði. Námskeiðið kostar ekkert en frjáls framlög eru vel þegin og mun ágóðinn renna í uppbyggingu Laugargarðs.

Frístundaheimilið Dalheimar hefur áhuga á að taka virkan þátt í garðinum og vonandi bætast fleiri við úr hverfinu. Garðurinn er opinn fyrir alla hverfisbúa og er lögð áhersla á sameiginnlega ræktun.

Nánar um staðsetningu síðar:

Holtavegi 32
Laugardaginn 23. maí  frá kl. 10:00 - 16:00
sunnudaginn 24. maí  frá kl. 10:00 - 14:00.
Skráning og frekari upplýsingar um námskeiðið getið þið fengið hjá Brynju Gudnadóttur, brynja76@gmail.com eða í síma 6161278.


Birt:
May 12, 2015
Tilvitnun:
Brynja Guðnadóttir „Vistræktarvinnstofa Laugargarðs og Dalheima“, Náttúran.is: May 12, 2015 URL: http://nature.is/d/2015/05/12/vistraektarvinnstofa-laugargards-og-dalheima/ [Skoðað:Oct. 3, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: