Okkur sem höfum litla garða hættir kannski til að geyma fræ of lengi. Nytsemd er góð en við verðum líka
að hafa í huga að eyða ekki tíma og kostnaði í að reyna að rækta upp af gömlum fræjum og verða óánægð
ef árangurinn er slæmur. Við erum líka misnatin við að geyma fræin vel.

Lífslíkur fræja eru mismunandi. Flest fræ, segja Amerikanar, skal nota strax næsta ár. Helstu undan-
tekningar eru: Fræ af  baunum, brokkóli, hnúðkáli og spínati geta lifað í allt að þrjú ár.  Rauðrófur, rósakál, hvítkál,
blómkál, chicory salat, gænkál, eggplöntur, rófur, tómatar og grasker í allt að fjögur ár en agúrkur og endivie salat séu duglegust og geti geymst í allt að fimm ár.

Tekið er fram að annað salatkyns, laukur og parsnips eigi að vera fersk. Nú kann að að vera að fræframleiðsla
sé misjöfn eftir heimsálfum, yrkjum, aðstæðum og tíma. En það er gott að hafa þetta í huga lesa dagsetningar
framleiðanda og kenna ekki tíðinni um ef fræið var gamalt.

Upplýsingar unnar af Hildi Hákonardóttur úr efni frá Kitchen Garden International.

Ljósmynd: Sáðbakki, Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
April 5, 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Hildur Hákonardóttir „Um lífslíkur fræja“, Náttúran.is: April 5, 2014 URL: http://nature.is/d/2014/04/05/um-lifslikur-fraeja/ [Skoðað:Oct. 4, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: