Á vorin er gott að safna jurtum í te og seyði. Á sumrin má búa til úr þeim olíur, tinktúrur, krem, ilmsápur, jurtapúða og augnhlífar. Eins má leyfa jurtunum að státa sínu fegursta ósnertum og ljósmynda þær, teikna þær og merkja inn vaxtarstaði. Það má yrkja um þær ljóð og það er afar gefandi að hugleiða á jurtirnar og biðja þær að segja sér hvernig sambandi þeirra sé við umhverfið og stjörnurnar sé háttað. Svo má gefa þeim vatn og næringu og syngja fyrir þær. Grafik: Signý Kolbeinsdóttir ©Náttúran.is
Birt:
8. júní 2009
Höfundur:
Náttúran
Tilvitnun:
Náttúran „Jurtatínsla“, Náttúran.is: 8. júní 2009 URL: http://nature.is/d/2007/05/17/jurtatnsla/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 17. maí 2007
breytt: 8. júní 2009

Skilaboð: