Kadmíum er eins og kvikasilfur talið eitt af hættulegustu eiturefnum í þjóðfélaginu í dag þar sem það er frumefni og eyðist aldrei úr náttúrunni.

Heilsuáhrif

Fólk fær í aðallega í sig kadmíum í gegnum matinn sem það borðar. Kornvara, rótarávextir og grænmeti standa fyrir um 75 prósent af kadmíum sem fólk fær í sig. Kadmíum finnst einnig í innanmat, skeldýrum og vissum sveppum. Konur eru taldar hafa meira magn af kadmíum í líkamanum en menn almennt. Er þetta talið stafa af að járn í blóði kvenna á barnseignaraldri er minna en hjá karlmönnum og þessi járnskortur leiðir til aukinnar upptöku kadmíums úr fæðunni. Kadmíum safnast aðallega fyrir í nýrunum og skaða þau en er einnig talið krabbameinsvaldandi. Magn kadmíums í ný rum eykst með aldri og helmingunartími þess er á bilinu 10-30 ár. Það magn sem veldur skaða á nýrum virðist einnig valda beinþynningu.

Viðmiðunarmörk

Í byrjun áttunda áratugarins ákvað WHO/FAO að hæsta vikulega magn af kadmíum í fæðu væri 7 µg/kg líkamsþyngd sem er á bilinu 60 til 70 µg á dag fyrir fullorðið fólk. Þetta byggist hins vegar á rannsóknum á þeim tíma. Nýrri rannsóknir benda hins vegar til að fólk sé mun viðkvæmara fyrir kadmíum en áður var talið. Eitrunaráhrif eru talin koma fram við magn lægri en 50 mg kadmíum/kg ný rnabörkur. Árið 2001 setti EU viðmiðunarmörkin við 0,1 µg/kg fyrir kornmeti. Sum Norðurlandanna hafa sett sér sem markmið að hætta allri notkun kvikasilfurs í samfélaginu.

Kadmíum í samfélaginu

Kadmíum er fremst úr vissum iðnaðarferlum og rafhlöðum, svokölluðum nikkel-kadmíum rafhlöðum. Losun kadmíums í andrúmsloftið er fremst í gegnum sorpbrennslu og urðun. Kadmíum getur ferðast töluverðar vegalengdir með loftstraumum og er talið að stærsti hluti kadmíummengunar á norðurlöndum komi frá Mið- og Suðurevrópu. Kadmíum hefur einnig verið notað í málningu og pvc plasti en sú notkun hefur minnkað mjög mikið.

Birt:
Jan. 16, 2012
Höfundur:
Náttúran
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Náttúran „Kadmíum“, Náttúran.is: Jan. 16, 2012 URL: http://nature.is/d/2007/03/28// [Skoðað:Oct. 15, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: March 28, 2007
breytt: Jan. 16, 2012

Messages: