Jarðarstund verður haldin hátíðleg þ. 23. mars. Markmið Jarðarstundar er að hvetja íbúa heims til aðgerða gegn loftlagsbreytingum með því að slökkva ljósin í eina klukkustund.

Náttúruverndarsamtökin World Wildlife Fund skipulögðu Earth Hour í fyrsta sinn árið 2007. Árið 2007 voru ljósin slökkt í einni borg, Sydney í Ástralíu. Árið 2008 tóku alls tóku 370 borgir í 35 löndum þátt í átakinu. 6.950 borgir í 152 löndum tóku þátt í átakinu í fyrra. Hér er um eitt fjölmennasta samstillta einstaklingsátak á sviði umhverfisvakningar í heiminum að ræða. Reykjavíkurborg tekur þátt í Jarðarstund í ár en bæði einstaklingar, félög borgir og bæir geta tekið þátt og skráð viðburð á earhhour.org.

Allir eru hvattir til að taka þátt í Jarðarstundinni og kveikja ekki á rafmagnsljósum milli kl. 20:30 og 21:30 laugardaginn 23. mars. Njótum myrkurs, skoðum stjörnurnar og kveikjum svo á kertum og hugsum um hvað við getum lagt af mörkum til að bæta umhverfið og vinna gegn loftslagsbreytingum.

Birt:
March 23, 2013
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Earth hour - Jarðarstund“, Náttúran.is: March 23, 2013 URL: http://nature.is/d/2013/03/13/earth-hour-stund-jardar/ [Skoðað:June 21, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: March 13, 2013
breytt: March 23, 2013

Messages: