Norræna húsið í Reykjavík verður vettvangur áhugaverðra vangaveltna um matarleifar og matarmenningu þann 18. mars n.k. og hefst kl. 9:30 og stendur til kl. 15:00. Málþingið er tvískipt, fyrri hluti þess fjallar um sóun á mat og sjónum beint að þeim miklu verðmætum sem er sóað í hverju skrefi matvælaframleiðslu. Skoðað verður hvað er til ráða við þessum vanda, hvernig tekið er á sóun í verslunar- og veitingarekstri og reynslu annarra landa. Seinni hluti ráðstefnunnar fjallar um matarmenningu í Þýskalandi og á hinum Norðurlöndunum.

Dagskrá:

Í hádeginu verða matarleifar í matinn!
Hinrik Carl Ellertsson ásamt kokkunum hjá hinu margrómaða veitingahúsi Dill mun elda fyrir okkur ruslfæði.
Panta þarf hádegismat fyrir fimmtudaginn 14. mars á netfangið thuridur@nordice.is. Verð kr. 1.500.

  • 13:00 - 13:15 Mats Hellström fyrrum ráðherra og sendiherra Svíþjóðar í Þýskalandi
  • 13:15 - 13:35 Mads Holm frá Norræna húsinu
  • 14:00 - 14:20 Sebastian Wussler frá Pure Berlin
  • 14:20 - 14:50 Rudolf Böhler frá Slow Mobile Project
  • 14:50 -15:00 Thomas Meister, þýski sendiherrann á Íslandi

Málþingið fer fram á ensku.

Í tengslum við málþingið verður þýskur dagur í Norræna húsinu 17. mars. Á veitingahúsið Dill mæta gestakokkarnir Sebastian Wussler og Miles Watson frá Pure Berlin og útbúa dýrindis málsverð með íslenskum og þýskum áherslum.
Ráðstefnan er hugsuð sem „millimál“ í röð ráðstefna þar sem kastljósinu er beint að pólitískum, menningarlegum, sögulegum og viðskiptalegum tengslum Norðurlandanna og Þýskalands.

Grafík: Frá Stop spild af mad. Stop being a consumer Zombie!

Birt:
March 6, 2013
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir, Þuríður Helga Kristjánsdóttir „Málþing um millimál og matarleifar í Norræna húsinu“, Náttúran.is: March 6, 2013 URL: http://nature.is/d/2013/03/06/malthing-um-millimal-og-matarleifar-i-norraena-hus/ [Skoðað:Dec. 9, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: March 6, 2014

Messages: