Atvinnulífið er grunnstoð hverrar þjóðar. Það aflar þegnum landsins lífsviðurværis, bæði nauðsynja og atvinnu.

Atvinnulífið er ekki aðeins fyrirtækin sjálf heldur einnig fólkið sem býr til, stjórnar og vinnur hjá fyrirtækjunum. Oft er þó talað um atvinnulífið eins og yfirvald sem fólkið á allt sitt undir en í raunveruleikanum væru fyrirtækin ekki til án fólksins sem vinnur störfin.

Atvinnulífið byggir afkomu sína á náttúrulegum auðlindum hvort sem það er orka eða áþreyfanleg efni sem náttúran gefur af sér. Það allra mikilvægasta sem að fyrirtæki geta gert er að fara vel með auðlindir og sjá til þess að jafnvægi haldast í náttúrunni, þrátt fyrir nýtingu. Ekki síst nú á tímum hnattrænnar hlýnunar af mannavöldum.

Talað er um „sjálfbæra nýtingu“ ef nýtingin er í samræmi við hugtakið „sjálfbæra þróun“ sem er skilgeind þannig: „Mannleg starfsemi sem fullnægir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum framtíðarkynslóða til að fullnægja sínum þörfum.“*

*Skilgreining á „sjáfbærri þróun“ í Brundtland skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem kom út árið 1987.

Birt:
2. maí 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Atvinnulífið“, Náttúran.is: 2. maí 2014 URL: http://nature.is/d/2014/05/02/atvinnulif/ [Skoðað:16. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 19. maí 2014

Skilaboð: