Að halda veðurtöflur hjálpar börnum að læra að þekkja og skilja mismunandi veðurfar.
Til að búa til veðurtöflu þarftu: pappír/karton, dagatal og penna.

Teiknið dagatal næsta mánaðar eða þess mánaðar sem að halda á veðurtöfluna í á stóra pappírsörk eða karton og hengdu hana á áberandi stað. Í lok dagsins getur fjölskyldan rætt hvernig veðrið hefur verið um daginn og síðan teiknað inn merki á viðeigandi dag á dagatalinu. Ákveðið einföld merki fyrir storm, rigningu, ský, vind, sól o.sv.fr.

Í lok mánaðar er svo hægt að skoða hvernig veðurfarið hefur verið þennan mánuðinn og bera hann saman við aðra mánuði.

Börn læra mikið af því að fylgjast með veðrinu og getur þetta aukið áhuga þeirra á umhverfi sínu og veðrinu í mismunandi heimshlutum.

Birt:
20. maí 2014
Höfundur:
Vala Smáradóttir
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Vala Smáradóttir „Veðurtafla“, Náttúran.is: 20. maí 2014 URL: http://nature.is/d/2014/05/20/vedur-vedurtafla/ [Skoðað:26. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 25. júní 2014

Skilaboð: