Vistvænar hreinlætisvörur eru til í miklu úrvali og margar þeirra umhverfisvottaðar. Oft er hægt að sleppa hreingerningarefnum við þrif ef notaðir eru örtrefjaklútar og náttúruleg efni eins og edik eða salt. Ofnotkun hreinsiefna er mikil og dýrkeypt fyrir umhverfið. Efnin hverfa ekki þegar þau eru komin í skolpleiðslurnar heldur enda þau í hafinu. Efnin eru áfram virk og geta skaðað lífríkið. Að efni brotni niður í umhverfinu segir ekki allt um hversu fljótt þau gera það og einnig geta niðurbrotsefnin verið skaðlegri en upprunalegu efnin. Öruggast er að forðast notkun óþarfa efna og skammta rétt þegar efna er þörf. Yfirleitt er hægt að helminga ráðlagða skammta hreinsiefna því vatn á íslandi er mun mýkra en t.d víða í Evrópu. Jarðarbúar nota gríðarlegt magn af salernispappír sem þarf síðan að brotna niður í náttúrunni. Að velja umhverfisvottaða pappírsklúta og salernispappír eru í öllum tilfellum betra fyrir lífríkið. Sama á við um bleiur, dömubindi, eyrnapinna og aðrar einnota vörur. Hér í hreinlætisvörudeildinni kemur alltaf það fram sem stendur á umbúðum og lífræna vottanir, sanngirnis- og umhverfisvottanir eru skýrðar sérstaklega.

 

Grafík: Tákn hreinlætisvörudeildar Náttúrumarkaðarins, hönnun: Signý Kolbeinsdóttir ©Náttúran er ehf.

Birt:
15. febrúar 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir, Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Hreinlætisvörur á Náttúrumarkaði“, Náttúran.is: 15. febrúar 2014 URL: http://nature.is/d/2007/10/31/hreinltisvrur-nttrumarkai/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 31. október 2007
breytt: 28. mars 2014

Skilaboð: