Grænt loðdýr að nafni Berti hefur verið áberandi í auglýsingamiðlum landsins að undanförnu. Berti leikur í auglýsingum um „græn bílalán“ fyrir Ergo, fjármögnunarþjónustu Íslandsbanka. Grænt, þýðir í þessu samhengi að Ergo felli niður öll lántökugjöld af bílalánum til kaupa á visthæfum bílum. Tilboðið gildir til lok árs 2011.

Jón Hannes Karlsson, framkvæmdastjóri Ergo, fjármögnunarþjónustu Íslandsbanka segir að „viðtökur á grænu bílalánunum sýna ákveðna hugafarsbreytingu“, en um helmingur allra nýrra bílalána hjá Ergo eru græn lán. Jón Hannes segir fólk í auknum mæli huga að rekstrarkostnaði bílsins þar sem sá liður hafi farið síhækkandi í heimilisbókhaldinu.

Með grænu bílalánunum vill Ergo styðja við fjölgun umhverfishæfari bíla á Íslandi. Græn bílalán standa til boða við kaup á öllum bifreiðum, nýjum sem gömlum, í útblástursflokkum A, B og C.

Á vef Ergo eru reiknivélar frá Orkusetrinu sem sýna hvernig val á sparneytnum bíl getur sparað háar fjárhæðir. Þar er m.a. hægt að sjá hversu miklu bíllinn þinn eyðir í bensín og hversu mikið hann mengar. Einnig er hægt að sjá samanburð á eyðslu, útblæstri og bifreiðagjöldum bíltegunda auk þess sem bíllinn þinn getur fengið eyðslueinkunn eftir því hvað hann eyðir miklu eldsneyti. Sjá nánar á vef Ergo.

Jón Hannes segist ennfremur „það er ekki aðeins í bílalánunum sem við sjáum aukna umhverfisvitund því við höfum einnig fundið fyrir aukinni eftirspurn viðskiptavina okkar eftir fjármögnun á öðrum vistvænum verkefnum“, segir Jón Hannes að lokum.

Ljósmynd: Berti.

Birt:
Oct. 19, 2011
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Græn lán helmingur nýrra bílalána hjá Ergo“, Náttúran.is: Oct. 19, 2011 URL: http://nature.is/d/2011/10/19/graen-lan-helmingur-nyrra-bilalana-hja-ergo/ [Skoðað:July 22, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: