Náttúran.is hefur á sl. árum gefið út Græn kort í prentútgáfum.

Grænu kortunum er dreift ókeypis og verðum við því að treysta á stuðning til útgáfunnar. Getur þú stutt útgáfuna gegn því að fá merkið þitt á kortið og upplag til dreifingar?

Já ég vil styðja útgáfu Græna kortsins.

Síðast kom kortið út haustið 2013 í 30.000 eintökum og er upplagið nú á þrotum. Markmiðið með útgáfurnni er að gera umhverfisvænar lausnir sýnilegri og aðgengilegri og gefa þannig öllum almenningi kost á að taka þátt í að skapa sjálfbært samfélag.

Græna kortið er einnig á vef Náttúrunnar á 5 tungumálumog telur það nú 155 grænkorta flokka en þar af eru 45 flokkar séríslenskir hannaðir af okkur.

Prentútgáfan spannar 77 flokka. 500 Á Íslandshlið kortsins eru rúmlega 700 skráðir aðilar/fyrirbæri í 44 flokkum. Í 155 flokkum græna kortsins á vef og appi eru samtals yfir 4.000 skráðir aðilar og staðir öllu landinu.

Vorið 2014 sendum við öllum skólum landsins fjögur eintök af Græna Íslandskortinu í prentútgáfuen Mennta- og menningarmálaráðneytiðs styrkti bæði verkefnið og burðarkostnað.

Green Map® kerfið er notað í yfir 800 borgum, bæjum og sveitarfélögum í 65 löndum. Græn kort taka yfir hinar þrjár stoðir stjálfbærrar þróunar þ.e.; hagkerfi, náttúru og samfélag.

Rannsóknir og skráningar eru alfarið unnar af og að frumkvæði Náttúran.is með stuðningi eftirtalinna aðila:

Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Umhverfis- og auðlindráðuneytisins, Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins, Vatnajökulsþjóðgarðar, Sorpu, Odda, Olís, Landsvirkjunar, Yggdrasils, Bændasamtakanna, Reykjavikurborgar, Sólheima, Náttúruverndarsamtaka Íslands, N1, Eldingar, Vottunarstofunnar Túns, ÁTVR og HNLFÍ.

Framkvæmda- og listræn stjórn var á höndum Guðrúnar A. Tryggvadóttur framkvæmdastjóra Náttúran.is. Tækniþróunarstjórn annaðist Einar Bergmundur Arnbjörnsson tækniþróunarstjóri Náttúran.is.

Íslandshlið Græna kortsins 2013.

Reykjavíkurhlið Græna kortsins 2013.

Upplagið er á þrotum en hægt er að panta veggmyndir (óbrotin kort) hér gegn því að sendingarkostnaður verði borgaður af móttakanda.

Tákn fyrir prentútgáfur Græna kortsins: Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Birt:
July 16, 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Prentútgáfur af Græna korti Náttúrunnar“, Náttúran.is: July 16, 2014 URL: http://nature.is/d/2014/08/18/prentutgafur-af-graena-korti-natturunnar/ [Skoðað:Sept. 14, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Aug. 18, 2014
breytt: Oct. 15, 2014

Messages: