Oftast liggur í augum uppi hvað eru rætur, blaðplöntur, ávextir og blóm en hér skulu talin upp nokkur atriði sem geta vafist fyrir okkur. Upplýsingarnar eru úr Havebog Maríu Thun.

  • Til rótarplantna teljast líka sellerí, hnúðsellerí, kálrabi eða pastinaka og laukar.
  • Til blaðplantna teljast hnúðfennel, aspargus, rósakál og blómkál.
  • Til blómplantna teljast blómplöntur þó þær vaxi upp af laukum og brokkóli.
  • Til ávaxta teljast baunir, linsubaunir, allar korntegundir, kúrbítur, grasker, agúrkur, tómatar og maiskorn.

Annað skýrir sig sjálft. Það er gott að prenta þetta út og hafa í sáðkassanum.

Sjá einnig Sáðalmanakið fyrir apríl hér á vefnum.

Grafík: Íkon fyrir plöntuflokkana, Guðrún A. Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir.

Birt:
April 2, 2011
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Hildur Hákonardóttir „Plöntur sem teljast til rótar, blaða, blóma og ávaxta“, Náttúran.is: April 2, 2011 URL: http://nature.is/d/2011/04/02/plontur-sem-teljast-til-rotar-blada-bloma-og-avaxt/ [Skoðað:Oct. 3, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Feb. 24, 2014

Messages: