Jólasveinninn er persónugervingur hins góða og ekki fjarri ímyndinni um Guð. Hann er gamall maður með skegg. Hann veitir okkur hlýju og uppfyllir óskir okkar. Rauði liturinn er merki um hlýjuna og skeggið gefur til kynna að hann búi yfir visku.

Hann kemur aðeins nokkra daga á ári, gefur, og minnir á að fylgst er með okkur. Jólasveinninn er goðsögn sem enn lifir í hjörtum manna. Við viljum trúa að hann sé til og hjálpum börnum okkar að viðhalda þeirri trú.

Þríhyrningslaga skotthúfan táknar tengingu jólasveinsins við almættið. Skúfurinn vísar upp og stendur fyrir uppljómunina. Húfur, kollar og túrbanir hafa svipaða merkingu í hinum ýmsu trúarbrögðum.

Grafík: Jólasveinninn. Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Birt:
Dec. 4, 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Jólasveinninn - tákn jólanna“, Náttúran.is: Dec. 4, 2014 URL: http://nature.is/d/2007/12/11/jolasveinninn/ [Skoðað:June 23, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Dec. 11, 2007
breytt: Dec. 6, 2014

Messages: