Fréttagátt fyrir alla
Náttúran.is er óháður regnhlífarvefur og birtir skoðanir allra sem vilja koma skoðunum sínum á framfæri. Hver sem er getur sent inn frétt og tilkynnt um viðburð. Þær fréttir sem birtar eru á Náttúrunni verða að birtast undir nafni höfundar og ber höfundur einn ábyrgð á skrifum sínum.

Siðferðileg mörk
Náttúran áskilur sér rétt til að taka út fréttir og „orð í belg“ sem eru særandi, móðgandi eða geta beinlínis skaðað einhverja persónu, fyrirtæki eða stofnun. Náttúran tekur ekki afstöðu til pólitískra mála en er yfirlýstur málsvari umhverfisins.

Grænar innlendar og erlendar
Grænar íslenskar: Stefna Náttúrunnar er að koma á framfæri öllu því sem fréttnæmt getur talist á sviði náttúru- og umhverfismála á Íslandi. Þar má nefna nýsköpun á sviði vöruþróunar og þjónustu, fundir og ráðstefnur, yfirlýsingar og kærur, ferðamál og útivera, uppskeru og ræktun, sem og allt það sem tengist þeim persónum, félögum, stofnunum og fyrirtækjum sem tengjast málefninu á einhvern hátt.
Grænar erlendar: Náttúran.is leitast við að tengja Ísland við alþjóðasamfélagið og birtir greinar um þróun umhverfismála hvaðanæva að úr heiminum.

Ritstjóri er Guðrún A. Tryggvadóttir.

Senda frétt eða grein til Náttúrunnar á nature@nature.is.

Sjá veðurkort Náttúrunnar.

Við minnum á RSS fréttafóðrun Náttúrunnar (sjá hér í flipanum til vinstri) og RSS fréttir frá öðrum miðlum hér neðst til hægri á síðunni.

Birt:
7. janúar 2012
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Fréttastefna Náttúrunnar“, Náttúran.is: 7. janúar 2012 URL: http://nature.is/d/2009/07/23/frettastefna-natturunnar/ [Skoðað:25. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 23. júlí 2009
breytt: 13. janúar 2012

Skilaboð: