Hátíðleikinn býr ekki hvað síst í undirbúningi jólanna enda er tilhlökkunin það sem að vekur jólin innra með okkur. Kaldasti og dimmasta tími ársins kallar á von og hlýju, tilhlökkun eftir endurkomu ljóssins og lengri degi. Jól tengjast vetrarsólhvörfum, ekki einungis í kristinni trú. Í flestum trúarbrögðum er um einhverskonar hátið að ræða á þessum árstíma. Þörf mannsins til að líta björtum augum fram á veginn og trúa á líf náttúrunnar eftir dauðann (vetrardvalann), hlýju eftir kulda og ljós eftir myrkur, er lífseig. Rólegar stundir með börnunum og fjölskyldunni er nær anda jólanna en óhóflegt búðarráp.

Kertaljósið er í hefðbundnu jólahaldi okkar jólaljósið sjálft. Ljósið býr yfir djúpstæðri merkingu um jólaboðskapinn. Það býr yfir frumkraftinum; eldinum sem er táknrænn fyrir lífið sjálft, einkum hið innra líf, það er ljósið innra með okkur; trúin, vonin og kærleikurinn.

Aðventukransinn skipar stóran sess í undirbúningi jólanna. Hann er hringur og undirstrikar hið óendanlega og er tákn guðs og eilífðar. Kertin fjögur á kransinum undirstrika tímamælinguna. Orðið aðventa merkir að það líði að jólum.

Grafík: Aðventukrans. Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Birt:
Dec. 4, 2015
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Í jólaundirbúningnum er falin í það minnsta hálf gleðin“, Náttúran.is: Dec. 4, 2015 URL: http://nature.is/d/2007/12/07/jolaundirbuningurinn-er-i-thao-minnsta-half-gleoin/ [Skoðað:June 23, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Dec. 7, 2007
breytt: Dec. 4, 2015

Messages: