Hér koma nokkur góð ráð til að grilla á umhverfisvænni hátt:

  • Forðast skal einnota grill.
  • Ef þú freistast til þess að nota einnota grill, er gott að nota það aftur í nokkur skipti.
  • Best er að velja grillkol sem eru merkt með FSC-merkinu.
  • Ef maður grillar heima eru til góð rafmagnsgrill og gasgrill.
  • Til eru rafmagnshitarar og sérhannaðir hólkar til að hita kolin þannig að ekki er þörf á að nota uppkveikilög. Einnig eru til litlar vaxeldspítur sem kveikja vel upp í kolum.

En höfum í huga að reykurinn frá grillinu er ekkert annað en mengun, sót og koltvísýringur auk annarra efna. Brenndur matur er auk þess ekki hollur og jafnvel talinn geta valdið krabbameini. Að grilla er því í sjálfu sér nokkuð  óumhverfisvænn og jafnvel óhollur eldunarmáti sem ætti að stunda í hófi.

Birt:
4. júlí 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Að grilla á umhverfisvænni hátt“, Náttúran.is: 4. júlí 2014 URL: http://nature.is/d/2007/03/29// [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 29. mars 2007
breytt: 4. júlí 2014

Skilaboð: