Í dag eru margir sem kaupa tilbúna matvöru í stað þess að matreiða frá grunni innan veggja heimilisins. Slíkur matur inniheldur venjulega þráavarnar- og rotvarnarefni til þess að hann endist lengur. Meira en 3000 slík aukefni eru á markaðnum í dag.

Yfirleitt er bætt salti eða sykri í matinn. Einnig eru notuð álsílíköt (E-559), amínósýrur, ammóníum karbónöt (E-503), bútýlerað hýdroxítólúen (BHT) (E-321) og fleiri efni. Þá eru ótalin litarefnin sem geta verið þau sömu og í sælgæti. Þau eru oft  unnin úr jarðolíu eða kolatjöru.

Margar niðursuðudósir eru húðaðar að innan með epoxý-resín efni sem inniheldur í sumum tilvikum efni sem kallast bisfenól-A (BPA). Vísindamenn greinir á um hversu hættulegt efni þetta er, en ýmsar sterkar vísbendingar eru um skaðsemi þess. Frá og með 1. janúar 2015 verður efnið bisfenól-A (BPA) þannig bannað í matarumbúðum í Frakklandi. Þetta var ákveðið með lögum sem sett voru á aðfangadag 2012 og kveða á um bann við framleiðslu, innflutningi, útflutningi og markaðssetningu hvers kyns matarumbúða sem innihalda efnið. Nokkur lönd hafa þegar bannað sölu á ungbarnapelum, snuðum o.fl. sem innihalda BPA, en með þessari ákvörðun ganga Frakkar lengra. Þar til bannið tekur gildi verður auk heldur skylt að merkja umbúðir sem innihalda efnið.

Grafík: Dósa- og pakkamatur, Guðrún A. Tryggvadóttir.

Birt:
20. janúar 2015
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir, Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Dósa- og pakkamatur“, Náttúran.is: 20. janúar 2015 URL: http://nature.is/d/2014/01/28/dosa-og-pakkamatur/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 28. janúar 2014
breytt: 20. janúar 2015

Skilaboð: