Undir yfirskriftinni Suðurland bragðast best...lystaukandi fyrirlestrar boðar Vaxtarsamningur Suðurlands og Vestmannaeyja til málþings að Hótel Selfossi þ. 30. janúar 2008 k. 13:00 - 17:00.

Markmið málþingsins er að vekja athygli á framboði og nýsköpun í matvælaframleiðslu á Suðurlandi og að hvetja Sunnlendinga til þess að nýta matvæli úr heimabyggð. Þá er átt við heimamenn alla, en ekki síst þá sem stunda veitingarekstur og ferðaþjónustu.

Kynnt verða fjölbreytt verkefni einstaklinga og samstarfshópa í því skyni að miðla af reynslu þeirra sem eru að framleiða og markaðsetja matvæli víða um land. Má þar nefna verkefnin Beint frá býli, Matarkista Skagafjarðar, Stefnumót hönnuða og bænda Vörumerkjastjórnun, Heimaframleiðsla o.fl..

Í tengslum við málþingið verður sýningarsvæði þar sem matvælaframleiðendur á Suðurlandi kynna vörur sínar fyrir gestum. Þess er vænst að málþingið ásamt kynningunum varpi ljósi á það sem er á döfinni í matvælaframleiðslu, efli tengsl milli framleiðenda og neytenda og verði hvatning fyrir frumkvöðla til nýsköpunar.

Dagskrá Málþingsins er eftirfarandi:

13:00 - 13:10: Málþingsstjóri opnar og setur þingið
13:10 - 13:30: Svanhildur Pálsdóttir, Matarkista Skagafjarðar
13:30 - 13:50: Friðrik Valur Karlsson, Klasamyndun í Eyjafirðinum
13:50 - 14:00: Hildur Magnúsdóttir, Verslunin Borg, Hvað vilja neytendur?
14:00 - 14:20: Friðrik Eysteinsson, sölu- og markaðsstjóri SS ,,Mörkuð vörumerkjastjórnun í matvælaframleiðslu

14:20 - 14:40: Kaffi

14:40 - 15:00: Vilhjálmur Vernharðsson frá Möðrudal, heimaframleiðsla reynslusaga
15:00 - 15:20: Gunnlaugur Karlsson - Markaðssetning í íslenskri garðyrkju
15:20 - 15:40: Ólöf Hallgrímsdóttir, Verkefnið Beint frá Býli
15: 40 - 16:20: Brynhildur Pálsdóttir/Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir - Listaháskólinn, Stefnumót hönnuða og bænda
16:20 - 16:30: Berglind Hallgrímsdóttir, Samantekt og kynning á Vaxtarsamningi Suðurlands og Vestmannaeyja í tengslum við matarklasa

Sjá vef VSSV - Vaxtarsamnings Suðurlands og Vestmannaeyja.
Sjá vef Beint frá býli
og lista yfir býlin hér á Grænum siðum.
Sjá vef Matarkistu Skagafjarðar.

Efri myndin er af brauðstöngum kryddaðar með íslenskum jurtum og neðri myndin er af flatbökum með fjallagrösum frá Friðrik V sem er einn fyrirlesara á málþinginu. Friðrik er að norðan sem afsannar kannski yfirsögn málþingsins en það er annað mál. Myndirnar voru teknar við kynningu á handbók Beint frá býli á veitingastað Friðrik V á Akureyri þ. 27.02.2007. Ljósmyndir: Guðrún Tryggvadóttir.

 

Birt:
29. janúar 2008
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Suðurland bragðast best...“, Náttúran.is: 29. janúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/01/19/suourland-bragoast-best/ [Skoðað:25. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 19. janúar 2008
breytt: 29. janúar 2008

Skilaboð: