Nýir bílar seljast ekki lengur.

Þúsundir geymslustæða út um allan heim geyma milljónir af splunkunýjum bílum sem enginn vill kaupa.

Bílaframleiðendur neita þó að selja þá ódýrar því þá hrynur markaðurinn. Samt halda þeir áfram að láta bílaverksmiðjurnar framleiða nýja bíla, í von um að kreppunni ljúki á allra næstu dögum.

En bílarnir halda bara áfram að hrannast upp og grotna niður.

Minnir svolítið á þegar að matvælaframleiðendur farga offramleiðslu frekar en að selja hana ódýrar. Enginn má fá neitt á hálfvirði, jafnvel þó að það væri sanngjarnt og kæmi í veg fyrir sóun.

Minnir líka á stöðuna á íbúðarmarkaði hér á landi þar sem bankarnir halda íbúðum í gíslingu, vilja hvorki selja né leigja, til þess eins að halda uppi íbúðarverði svo þeir sjálfir græði sem mest, skítt með það þó þjóðinni blæði.

Er þetta samfélagið sem við höfum fóstrað og samfélagið sem við kjósum yfir börnin okkar?

Sjáðu greinina sem vitnað er í og fleiri myndir á zerohedge.com.

Birt:
May 18, 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Þar sem nýir bílar koma til að deyja“, Náttúran.is: May 18, 2014 URL: http://nature.is/d/2014/05/18/thar-sem-nyir-bilar-koma-til-ad-deyja/ [Skoðað:June 23, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: