Árið 2000 fékk prentsmiðjan GuðjónÓ fyrst Svansvottun. Á þeim tíma var umhverisstarf komið vel á veg á Norðurlöndum og í Þýskalandi, en prentsmiðjur hér heima ekki byrjaðar að skoða sín mál. Það var því brautryðjendastarf að koma á fyrstu vottuninni  og tók 2 ár að breyta starfsemi prensmiðjunnar innanfrá til að uppfylla kröfur Svansins. Hægagangur var mikil í öllu sem tengdist því að fá efni samþykkt og birgjana hér heima að finna réttu efnin og pappír, sem gjörbreyttist síðan með svoköllum printportal sem er góður og ítarlegur gagnagrunnur fyrir prentiðnaðinn.

Reynsla prensmiðju Guðjóns Ó af Svaninum hefur verið góð og ekki sýst nýst til gæðastýringar innan fyrirtækisins. Mesti ávinningur hefur verið í bættri nýtingu á efnum og sérstaklega pappírsnýtingu og allri meðferð á pappír. Prentsmiðjan hefur náð að auka hlutfall Svansmerkts pappírs í um 90% þegar best lætur. Það er líka gæðamál að hafa hlutina skráða sem koma eða fara frá prentsmiðjunni og auðveldara að fylgjast með rekstrinum með hagræðingu í huga. Það er þó ljóst að enn má þróa framleiðsluna og gera hana enn umhverfisvænni.  Enda öll tækjakaup miðuð við það að nýjar vélar geti farið betur með pappírinn og noti réttu efnin.

Forsvarsmenn Guðjóns Ó merkja mikinn mun á meðvitund almennings og fyrirtækja um umhverismál frá því sem áður var og ríkisstofnanir hafa áherslu á umhverfismál framarlega í sýnum útboðum. Það er því ekki furða að góð reynsla prensmiðju Guðjóns Ó hafi haft áhrif á það að í dag eru fimm prentsmiðjur í landinu komnar með Svansvottun. Það eru; Hjá Guðjón Ó, Prensmiðjan Oddi, Svansprent, Ísafoldarprentsmiðja og Háskólaprent.

Sjá alla Svansvottaða aðila á Íslandi hér á Grænum síðum.

Sjá viðmið Svansins fyrir prentverk.

Birt:
26. janúar 2011
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „10 ára reynsla með Svaninn - Guðjón Ó“, Náttúran.is: 26. janúar 2011 URL: http://nature.is/d/2011/01/26/10-ara-reynsla-med-svaninn-gudjon-o/ [Skoðað:25. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: