Fjallagrös og hreindýramosi skorinInnihald:
Fjallagrös 1 hlutur
Hreindýramosi 1 hlutur
Hunang 2 hlutar
Engiferrót nokkrar sneiðar

Til gerðar þarf:
Ílát: Pottur, skál, glerkrukka
Verkfæri: Sleif, sigti, hnífur

Nýttir plöntuhlutar: Heil fjallagrös og hreindýramosi.

 

Fjallagrös og hreindýramosi sigtuð

Þurr fjallagrös og hreindýramosi eru mýkt upp í  heitu vatni. Vökvinn kreistur úr og tekinn frá og geymdur.
Hreindýramosinnn og fjallagrösin skorin smátt á skurðarbretti og blandað saman við upphitað hunang sem er hitað í vatnsbaði þar til fljótandi. Nokkrum sneiðum af engiferrót bætt út í blönduna.

Allt saman látið standa í 3 daga.
Er þá hitað upp aftur.
Vökvinn sigtaður frá og settur á krukkur.

Ljósmyndir: Efri myndin er af fjallagrösum og hreindýramosa sem mýkt hafa verið upp í vatni og verða síðan skorin smátt, neðri myndin sýnir þegar fjallagrösin og hreindýramosinn eru sigtuð. Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
17. desember 2013
Höfundur:
Christian Osika
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Christian Osika „Fléttuhunang við kvefi“, Náttúran.is: 17. desember 2013 URL: http://nature.is/d/2010/05/21/flettuhunang-vid-kvefi/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. maí 2010
breytt: 17. desember 2013

Skilaboð: