Gögn/áhöld: Poki

Ýmsa hlutum úr náttúrunni er safnað saman, s.s. stein, köngul, grein, fjöður, blómknúpp. Hlutirnir eru skoðaðir og settir í poka.

Þátttakendur setjast í hring og sá sem leiðir leikinn lætur hvern og einn fara með höndina ofan í pokann og finna einn hlut. Sá á að lýsa honum og allir reyna að finna út hvaða hlutur það er.

Þennan leik er líka hægt að leika þannig að allir þátttakendur fá að velja sér einn hlut til að setja í pokann. Leikurinn felst svo í því að reyna að þekkja eigin hlut á lýsingu þess sem þreifar á hlutunum ofan í pokanum.

Birt:
22. ágúst 2014
Höfundur:
Helena Óladóttir
Tilvitnun:
Helena Óladóttir „Hvað er í pokanum“, Náttúran.is: 22. ágúst 2014 URL: http://nature.is/d/2014/08/22/hvad-er-i-pokanum/ [Skoðað:20. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: