Í Frumkvöðlasetrinu á Höfn í Hornafirði starfrækir Rannveig Einarsdóttir, garðyrkjufræðingur, fyrirtæki sitt Náttúrulega ehf. en það sérhæfir sig í umhverfisfræðslu í víðum grundvelli.

Náttúrulega sinnir ýmsum umhverfisverkefnum og hannar „náttúruleg“ fræðsluskilti og umhverfisbæklinga þar á meðal utanhússmerkingar á tréskilti fyrir Fræðslustíga í Þórsmörk en þeir eiga að benda fólki á ýmis náttúrugæði og gefa fólki ábendingar og hvetja það til þess að hlusta og gefa sér tíma til að skynja umhverfið og stórkostleika náttúrunnar.

Sjá nánar á natturulega.is.

Mynd: Eitt af skiltum Náttúrulega. Texti á skilti:

Vatn í líkamanum

Vatn 60%
Fituefni 20%
Prótein 15%
Steinefni 5%

Vatn er það efnasamband sem mest er af í líkama mannsins, að meðaltali um 60%. Við hreyfingu gufar vatn út úr líkamanum. Fáðu þér sopa og fylltu á birgðirnar.

 

 

Birt:
May 23, 2009
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Fræðsla, náttúrulega “, Náttúran.is: May 23, 2009 URL: http://nature.is/d/2009/05/23/fraeosla-natturulega/ [Skoðað:April 12, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: