Rabbabarasulta: 1 kg rabbabari, 800 gr hrásykur. Rabbabarinn er settur í pott og sykurinn ofan á og látinn standa þar til sykurinn er bráðnaður að mestu. Sultan á svo að sjóða við vægan hita þar til hún fer að dökkna. Hrærðu af og til í pottinum. Eftir því sem hún sýður lengur verður hún dekkri og þykkari. Bláberjasulta: 500g bláber, 300g hrásykur. Skolið bláberin vel. Sjóðið berin ásamt sykrinum í 15-20 mínútur. Hrærið mjög lítið og léttilega. Sulturnar setur þú svo í krukkur, kælir vel og lokar svo.

Birt:
18. apríl 2010
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Hildur Hákonardóttir „Sultugerð“, Náttúran.is: 18. apríl 2010 URL: http://nature.is/d/2007/05/16/sultuger/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. maí 2007
breytt: 20. maí 2014

Skilaboð: