Við sofum hluta lífs okkar. Góð dýna skiptir því máli og hún þarf að henta þér. Sumum finnst gott að liggja á mjúkri dýnu en aðrir vilja liggja á harðri dýnu.

Hægt er að kaupa Svansmerktar dýnur úr hreinum nátturuefnum sem anda vel og duga heila mannsævi. Gríðarlegt úrval er til að „heilsudýnum“, marglaga dýnum, vatnsdýnum og Tempur-dýnum. Ýmsar skoðanir eru á því hvort að dýnur sem eru aðallega úr gerviefnum geti talist heilsusamlegar og hvort að það ætti ekki að vera ábyrgð framleiðanda að taka við slíkum dýnum til réttrar förgunar eftir að þær eru úr sér gengnar. Dýnur eru í flestum tilvikum óendurvinnanlegar.

Birt:
April 30, 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Dýna“, Náttúran.is: April 30, 2014 URL: http://nature.is/d/2014/04/30/dyna/ [Skoðað:June 21, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: June 13, 2014

Messages: