Þúfusteinsbrjótur. Ljósm. Einar Bergmundur.Á degi hinna villtu blóma í Alviðru 2015Dagur hinna villtu blóma verður í ár haldinn sunnudaginn 19. júní. Þann dag gefst fólki víðs vegar um landið kostur á að fara í tveggja tíma gönguferð um nágrenni sitt án endurgjalds, og fá leiðsögn um algengustu plöntur sem þar vaxa.

Flóruvinir og aðrir sem eru reiðubúnir til að standa fyrir plöntuskoðunarferð á blómadaginn eru hér með beðnir að láta vita á póstfangið hkris@nett.is sem fyrst. Taka þarf fram hvar fólk á að mæta, og á hvaða tíma dagsins 14. júní. Gjarnan mættu einnig fylgja með upplýsingar um hvað markverðast er að sjá á því svæði sem skoðað verður.

Árið 2016 verður boðið upp á plöntuskoðunarferðir þann 19. júní sem hér segir:

1. Reykjavík, Grasagarðurinn í Laugardal. Mæting við Áskirkju kl. 15:00. Gengið verður um Laugarásinn. Leiðsögn: Björk Þorleifsdóttir, verkefnisstjóri fræðslu og miðlunar.

2. Steingrímsfjörður. Mæting kl. 16:00 á Sævangi við Steingrímsfjörð. Athöfnin hefst með smáfyrirlestri um plöntur og blóm, en í framhaldi verður farið í göngutúr og skoðaðar helstu plöntur sem vaxa á svæðinu þarna í kring. Leiðsögn: Hafdís Sturlaugsdóttir. Kaffihlaðborð í Sævangi sama dag.

3. Akureyri, Krossanesborgir. Mæting kl. 11:00 á bílastæðinu norðan við ByKo. Gengið verður inn í Krossanesborgir. Leiðsögn: Hjördís Haraldsdóttir og Sesselja Ingólfsdóttir.

4. Reyðarfjörður, Hólmanes. Mæting við upplýsingaskiltið á bílastæðinu kl. 10:00. Gengið um friðlandið sem hefur að geyma ýmsar einkennisjurtir Austfjarða auk allmargra sjaldséðra tegunda. Leiðsögn: Elín Guðmundsdóttir og Guðrún Óskarsdóttir, starfsmenn Náttúrustofu Austurlands

5. Suðurland: Alviðra. Mæting við hlöðuna á umhverfissetrinu Alviðru (gegnt Þrastalundi) kl. 15:00.
Gengið verður um austurhlíðar Ingólfsfjalls og flóran dásömuð og skrásett. Takið með ykkur plöntuhandbækur, myndavélar, teikniblokkir og börnin. Leiðsögn: Guðrún Tryggvadóttir, frumkvöðull Náttúran.is.

Ef ferðir bætast við frá innsetningu þessarar greinar má sjá uppfærslur á floraislans.is.


    Tengdir viðburðir

  • Dagur hinna villtu blóma

    Staðsetning
    Óstaðsett
    Hefst
    Sunnudagur 19. júní 2016 00:01
    Lýkur
    Sunnudagur 19. júní 2016 23:59
Birt:
14. júní 2016
Tilvitnun:
Hörður Kristinsson, Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Dagur hinna villtu blóma 19. júní 2016“, Náttúran.is: 14. júní 2016 URL: http://nature.is/d/2016/06/14/dagur-hinna-villtu-bloma-19-juni-2016/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 19. júní 2016

Skilaboð: