Það sem áður var skilgreint sem úrgangur eða rusl er í dag hráefni eða auðlind fyrir aðra framleiðslu. Úrgangur og rusl er ekkert annað en auðlind á villigötum. Næstum allt er hægt að endurnota eða endurvinna. Lykillinn er að flokka úrgang rétt til að það sé mögulegt. Röng flokkun getur gert að verkum að ómögulegt sé að endurvinna úrgang á síðari stigum. Með endurvinnslu minnkar einnig þörfin á urðun sem minnkar áhættu á jarðvegsmengun. Urðun er einnig dýr, en sem endurspeglast ekki í verði vara þar sem að það er innfalið í útsvari til sveitarfélaga. Best af öllu er hins vegar að forðast að kaupa „rusl“. Hversu oft er ekki verið að kaupa umbúðir sem fara beint í ruslið þegar heim er komið. Til þess að auðvelda flokkun á innihaldi og umbúðum þeirra vörutegunda sem fást hér eru endurvinnsluflokkarnir skilgreindir fyrir hverja vöru á Náttúrumarkaðinum. 

Grafík: Tákn flokkunar- og endurvinnsludeildar Náttúrumarkaðarins, hönnun: Signý Kolbeinsdóttir ©Náttúran er ehf.

Birt:
25. febrúar 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir, Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Endurvinnsluvörur á Náttúrumarkaði“, Náttúran.is: 25. febrúar 2014 URL: http://nature.is/d/2007/11/02/endurvinnsla-nttrumarkai/ [Skoðað:27. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 2. nóvember 2007
breytt: 16. júlí 2014

Skilaboð: