Við venjubundna rannsókn komst líffræðingurinn Alexey V. Surov, við Surov's Institute of Ecology and Evolution sem er hluti rússnesku vísindaakademíunnar, að ákveðinni fylgni erfðabreytinga hjá hömstrum. Þriðja kynslóð hamstra sem fóðraðir voru nær eingöngu með erfabreyttu soja frá Monsanto sýndi verulega skerta frjósemi og háa dánartíðin unga.  Einnig var aukin tíðni hárvaxtar í munni þess hóps tilraunadýra sem fékk Monsanto baunir.

Alexey tekur fram að þetta séu frumniðurstöður og hugsanlega megi rekja vansköpunina til Rondup sem er er skordýraeitur sem Monsanto framleiðir. En erfðabreytt soja er s.k. Roundup Ready jurt.

Hann verður að stíga varlega til jarðar þar sem vísindamenn sem komast að niðurstöðum sem eru líftæknifyrirtækjum í óhag lenda oftar en ekki í að verða gerðir að skotspæni háðs og missa rannsóknarstyrki sína. Enda eru ítök líftækniiðnaðarins veruleg bæði í stjórnmálum og eins beita þau háskólasamfélög fjárhagslegum þrýstingi. Ekki ósvipað tóbaksrisunum.

Skemmst er að minnast umræðu við HÍ um frelsi akademískrar umræðu sem átti m.a. rætur að rekja til afskipta bankanna og íslensks líftækniiðnaðar af gagnrýnni og upplýsandi umræðu.

Nánari umföllun um þessa rannsókn má sjá á:  http://www.responsibletechnology.org/utility/showArticle/?objectID=4888

 

Birt:
24. maí 2010
Höfundur:
Einar Bergmundur
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Erfðabreytt soja tengt ófrjósemi og hárri dánartíðni ungviðis“, Náttúran.is: 24. maí 2010 URL: http://nature.is/d/2010/05/24/erfdabreytt_soja_tengt_ofrjosemi/ [Skoðað:20. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 13. maí 2012

Skilaboð: