Það hefur verið margsannað í rannsóknum að það að eiga gæludýr eykur lífsgæði og lengir lífið. Gönguferð með hundinum er góð líkamsrækt í hvernig veðri sem er. Gæludýrahald er mannvænt en sem slíkt er það ekki talið umhverfisvænt. Það borgar sig að gefa gæludýrinu góðan mat sem er ekki búinn til úr úrgangi heldur hollu hráefni, helst lífrænu. Mikil gróska er í framleiðslu á innlendu dýrafóðri. Dýrafóður sem selt er hér á landi á að vera laust við öll eiturefni. Matvælastofnun hefur eftirlit með dýraheilbrigði og innfluttu og innlendu dýrafóðri. Hér í deildinni eru nákvæmar upplýsingar um innihald og vottanir hverrar vöru.

Grafík: Tákn gæludýradeildar Náttúrumarkaðarins, hönnun: Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir ©Náttúran er ehf.

Birt:
16. febrúar 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir, Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Gæludýravörur á Náttúrumarkaði“, Náttúran.is: 16. febrúar 2014 URL: http://nature.is/d/2007/11/25/gaeludyradeild-natturumarkaoi/ [Skoðað:24. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 25. nóvember 2007
breytt: 28. mars 2014

Skilaboð: