Myndlist þ.e. litir og form í barnaherberginu þarf að fylgja aldri og persónuleika barnsins. Barnaherbergið er veröld barnsins og það á að fá að taka þátt í að móta hana. Myndir eftir barnið, ljósmyndir af fjölskyldunni eða mynd af uppáhalds dýrinu eru vinsæl myndefni.

Veggir sem ekki eru ofhlaðnir kalla jafnvel frekar á frjóa hugsun en veggir sem eru þaktir allskyns myndum.

Börn eru í eðli sínu frekar íhaldsöm og þurfa að finna fyrir öryggi. Barnaherbergið má því gjarnan vera óbreytt ár eftir ár og óþarfi að kaupa skraut og skipta um myndir reglulega. Út frá umhverfissjónarmiðum er það heldur ekki jákvætt. Að hengja upp nýjustu teikninguna getur fyllt barnið gleði og stolti og veitt því nægjanlega tilbreytingu.

Birt:
12. september 2012
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Myndlist barna“, Náttúran.is: 12. september 2012 URL: http://nature.is/d/2007/06/25/myndlist/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 25. júní 2007
breytt: 13. júní 2014

Skilaboð: