Söfnun og meðferð ljónslappa
Ljónslappi [Alchemilla alpina]
Lýsing: Margir blómstönglar upp af marggreindum jarðstöngli. Blöðin 5-7 fingruð. Hæð 5-30 cm. Algengar um allt land á melum og í skriðum. Ljónslappi hefur lengi verið talinn með bestu te- og lækningajurtum.
Árstími: Júní-júlí. Í blóma eða eftir blómstrun.
Tínsla: Skorinn rétt ofan rótar.
Meðferð: Þurrkun.
Ljósmynd: Ljónslappi, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.
Birt:
June 14, 2014
Tilvitnun:
Erlingur Filippusson „Söfnun og meðferð ljónslappa“, Náttúran.is: June 14, 2014 URL: http://nature.is/d/2010/05/28/sofnun-og-medferd-ljonslappa/ [Skoðað:Oct. 3, 2023]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: May 28, 2010
breytt: June 14, 2014