Málning frá því að þú málaðir síðast, lakk fyrir bílinn, leysiefni og terpentína eru oft geymd lengi í bílskúrnum. Slík efni eru eldmatur og ættu að vera í lokuðum hirslum, helst í járnskápum. Uppgufun og öndun þessara efna getur legið í loftinu og eldur blossað upp ef opinn glóð er í nágrenninu. Best er að losa sig við málninguna ef ekki eru miklar líkur á því að hún verði notuð áður en hún skemmist.

Það er mikilvægt að koma slíkum efnum í rétta förgun og alls ekki fleygja þeim í venjulegt heimilssorp. Oftar en ekki er um eitur fyrir umhverfið að ræða auk þess sem innöndun þeirra er stórhættuleg. Hreinsiefnum sem hleypt er lausum í umhverfið eru miklir skaðvaldar. Efnin hverfa ekki þegar þau komast í niðurfallið eða ruslið heldur enda þau einhverntíma í grunnvatninu eða í hafinu. Efnin eru áfram virk og geta skaðað lífríkið í langan tíma. Sorpstöðvarnar taka á móti slíkum efnum og Efnamóttakan sér um að farga þeim á viðeigandi hátt.

Umhverfismerktur þynnir, penslasápa, málning og lökk eru til en eru því miður ekki eins algeng á Íslandi eins og t.d. á Norðurlöndunum. Það eina sem að við þurfum að gera til að fá þessar vörur í hillurnar er að velja frekar vistvæn efni þegar þau eru til. Þegar þú verslar og sérð ekki vistvæna málningu, spurðu þá sérstakleg hvort að hún séu til.

Endurvinnslustöðvarnar taka á móti eiturefnum og Efnamóttakan sér um að farga þeim á viðeigandi hátt. Á Endurvinnslukortinu og app-útgáfu Endurvinnslukortsins eru allar upplýsingar um endurvinnslu og þá staði sem taka á móti eiturefnum.

Skoða Endurvinnslukortið.

Skoða app-útgáfu Endurvinnslukortsins.

Birt:
17. janúar 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Málning“, Náttúran.is: 17. janúar 2014 URL: http://nature.is/d/2007/06/21/mlning/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. júní 2007
breytt: 13. júní 2014

Skilaboð: