Rafmagn sem virkjað er með vatnsafls- og jarðhitavirkjunum er flutt um loftlínur til notenda en stóriðjan nýtir um 80% framleiddrar orku á Íslandi.

Háspennulínur hafa mikil áhrif á landslagsupplifun okkar. Þau skera sjóndeildarhringinn í sundur og gefa nærveru mannsins til kynna á svæðum sem að öðru leyti eru ósnortin. Á fögrum svæðum eins og t.d. við Ölkelduháls hafa háspennulínurnar ótrúlega neikvæð áhrif á upplifun ferðamanna.

Háspennulínur geta verið með 11.000 volta spennu. Þótt erfitt sé að sanna það vísindalega og einangra þennan þátt frá öðrum þáttum, er mjög líklegt að fólk sem býr í nágrenni við slíkt ofursterkt spennusvið verði fyrir neikvæðum áhrifum. Til eru reynslusögur þar sem fólk lýsir vanlíðan, höfuðverk og fleiru slíku í námunda við háspennulínur.

Háspennulínumöstur eru úr massívu stáli, yfirleitt sterkasta stáli sem til er. Þær eru með mjög öfluga ryðvörn. Í ryðvörninni eru málmar eins og Sínk, kadmíum og kopar. Ef möstrin tærast verulega t.d. vegna brennisteinsvetnismengunar, geta málmarnir losnað og farið út í umhverfið. Þess vegna má stundum sjá dauða gróðurbletti umhverfis möstrin, einkum þar sem tæring er umtalsverð.

Á siðustu árum hefur umræðan um jarðstrengi fengið byr undir báða vængi.

Gerður var samanburður á loftlínum og jarðstreng. Samanburðurinn sýnir að loftlínur eru viðkvæmari fyrir veðri og ísingu, sem orsaka flestar bilanir í flutningskerfinu. Viðgerðartími jarðstrengs er aftur á móti mun lengri en viðgerðartími loftlína. Kostnaður við lagningu jarðstrengs er mun meiri en loftlínu. Þar kemur meðal annars inn í vörugjald sem lagt er á raflínur sem fara í jörð, en ekki er lagt á loftlínur, en fyrir liggur frumvarp á Alþingi um afnám þessa gjalda.

Birt:
2. maí 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Háspennulínur“, Náttúran.is: 2. maí 2014 URL: http://nature.is/d/2014/05/02/haspennulinur/ [Skoðað:26. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 2. júní 2014

Skilaboð: