Jarðvegseyðing hefur lengi verið ein mesta ógn jarðarbúa. Fyrir 2000 árum var eyðimörkin í Lþbíu þakin ávaxtagörðum, ökrum og skógum. Ríki Grikkja, Fönikíumanna og Araba voru blómleg og frjósöm en núna er stutt í Sahara eyðimörkina, og hin frjósömu lönd, glæsilegu borgir, leikhús, hallir og skrauthþsi – allt er þetta grafið í gulan sandinn. Kþprusviður kom frá Líbanon fyrir 5000 árum, þótt fá tré séu enn lifandi af þeim skógi. Þar sem þessi risaskógur óx eru nú blásnar hæðir, lágvaxnir runnar og strjált mannlíf.

Það yrði of langt mál að telja upp öll þau dæmi, víða um heim og um alla mannkynssöguna, sem sýna ógnvekjandi áhrif jarðvegseyðingar.

Í dag er ástandið ekki heldur nógu gott. Það eyðast um 6 milljónir ha á ári af jarðvegi í heiminum. Á hverjum klukkutíma eyðist jarðvegurinn á um 700 hekturum lands. Um heim allan er talið að eyðing jarðvegs ógni nú 3200 milljónum ha lands sem lífsbjörg 700 milljóna manna er komin undir. Á einu ári eyðast regnskógar heimsins á svæði sem svarar til flatarmáls Íslands. Þegar regnskógurinn hverfur, hverfur einnig jarðvegurinn.

 

Birt:
16. apríl 2007
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Björn Sigurbjörnsson „Uppblástur og jarðvegseyðing“, Náttúran.is: 16. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/16/uppblstur-og-jarvegseying/ [Skoðað:26. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 25. nóvember 2011

Skilaboð: