Hvítkál skolað eftir snögga suðu.Ef hvítkálsuppskeran hefur gengið „of“ vel og erfitt er að torga uppskerunni, jafnvel þó hvítkál geymist mánuðum saman í kæli, hefur þessi aðferð reynst mér vel.

Snöggsjóðið hvítkál:

Hvítkálið er skorið niður og kastað örskotsstund í sjóðandi vatn. Veitt strax aftur upp úr og kælt undir rennandi vatni í sigti. Sett í llitla poka og fryst. Frysta hvítkálið er svo hægt að nota í alls kyns rétti allan veturinn og fram á vor.

Hvítkálið komið í litla nestispoka, tilbúið til frystingar.

 Ljósmyndir: Guðrún A. Tryggavdóttir.

Birt:
18. september 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Að frysta vetrarforða af hvítkáli “, Náttúran.is: 18. september 2014 URL: http://nature.is/d/2011/09/18/ad-frysta-vetrarforda-af-hvitkali/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 18. september 2011
breytt: 18. september 2014

Skilaboð: