Bandaríkin tilkynntu á Lofslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Balí í gær að þau muni ekki skrifa undir neinar bindandi takmarkanir á losun gróðurhúsalofttegunda þrátt fyrir mikinn þrýsting frá vestrænum iðnríkjum um að taka forystuna í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.

Harlan Watson yfirmaður lofslagsmála hjá Bandaríkjastjórn sagði að Balí væri ekki rétti staðurinn til að ræða bindandi markmið á skerðingu losunar Bandaríkjanna. Þess í stað hyggist Bandaríkin draga úr losun með tækniframförum, opinberum styrkjum og efnahagslegum umbótum.

Á meðan að sitjandi forseti trónir var kannski ekki mikil von um stefnubreytingar en því meiri pressa er á frambjóðendur til næstu forsetakosninga að gefa yfirlýsingar um hver afstaða þeirra sé í þessu máli.

Sjá vef Sameinðu þjóðanna UNFCCC.

Grafík: Bandaríski fáninn með nýjum tegundum af stjörnum. Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir ©Náttúran.is
Birt:
9. desember 2007
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Bandaríkin sitja fast við sitt heygarðshorn“, Náttúran.is: 9. desember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/12/09/bandarikin-sitja-fast-vio-sitt-heygaroshorn/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 10. desember 2007

Skilaboð: