Á Ólafsdalshátiðinni 2013, skólahúsið t.v. á myndinniÓlafsdalur við Gilsfjörð er meðal merkustu menningarminjastaða á Vesturlandi og við Breiðafjörð. Þar stofnaði Torfi Bjarnason fyrsta búnaðarskóla á Íslandi árið 1880 og var hann rekinn til 1907.

Á undanförnum árum hefur farið fram mikil uppbygging á staðnum undir handleiðslu Rögnvaldar Guðmundssonar, bæði hefur skólahúsið verið gert upp og þar haldnar sýningar, námskeið og aðrar menningarlegar uppákomur.

Ólafsdalsfélagið hefur haft það á stefnuskrá sinni að Ólafsdalur verði nýsköpunarsetur 21. aldar líkt og það var til forna þegar að fyrsti búnaðarskólinn var þar rekinn með miklum myndarskap. Það er ekki hægt að segja annað en að sú uppbygging hafi gengið vonum framar og ekki sér fyrir endann á þeirri jákvæðu þróun sem á sér stað í Ólafsdal. Árlega heldur félagið hátið þar sem fjáröflun fyrir félagið er á dagskrá í forma happdrættis auk skemmtiatriða, námskeiða og erinda fyrir alla fjölskylduna.

Ólafsdalshátíðin verður haldin sunnudaginn 10. ágúst í ár. Ókeypis er á allt nema tóvinnunámskeiðið um morguninn.

Dagskrá:

10.00-13.00 Frábært tóvinnunámskeið fyrir börn og ungmenni í samstarfi v/Heimilisiðnaðarfélagið
Kennari: Marianne Guckelsberger.

  • 10.30-12.00 Gönguferð um fræðslustíginn í Ólafsdal með leiðsögn. Um 3 km ganga við allra hæfi.
  • 11.00 Sala á miðum í Ólafsdalshappdrættinu hefst:
  • 12.00-17.00 Ólafsdalsmarkaður og sýningar í skólahúsinu. Lífrænt vottað Ólafsdalsgrænmeti til sölu, Erpsstaðaís o.fl.
    Fjölbreyttur matar- og handverksmarkaður.

Ólafsdalsskólinn 1880-1907: fastasýning á 1. hæð
Guðlaug og konurnar í Ólafsdal: sýning á 1. hæð
Dalir og Hólar - LITUR: Listsýning á 2. hæð í samvinnu við Nýpurhyrnu

  • 13.00 Hátíðardagskrá

Lífrænt grænmeti á markaðinum á Ólafsdalshátiðinni 2013Setning: Stjórnarmaður í Ólafsdalsfélaginu
Ræða: Haraldur Benediktsson alþingismaður
Tónlist: Alda Dís Arnardóttir söngkona og Bragi Þór Ólafsson gítarleikari
Erindi: Hvers vegna Ólafsdalur? Sólveig Ólafsdóttir staðarhaldari í Ólafsdal
Erindi: Sjálfbærni í gær og í dag Dominique Plédel Jónsson, formaður Slow Food samtakanna á Íslandi
Tónlist: Alda Dís Arnardóttir og Bragi Þór Ólafsson
Kynnir: Jóhannes Haukur Hauksson oddviti Dalabyggðar

  • 15.00 Leikhópurinn Lotta sýnir Hróa hött
  • 16.30 Dregið í Ólafsdalshappdrættinu

Hestar teymdir undir börnum í boði bænda í Hvítadal
Kaffi, djús, kleinur og flatkökur á sanngjörnu verði.

Ljósmyndir: Frá Ólafsdalshátiðinni 2013, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.


Birt:
Aug. 8, 2014
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Ólafsdalshátíðin 2014“, Náttúran.is: Aug. 8, 2014 URL: http://nature.is/d/2014/08/08/olafsdalshatidin-2014/ [Skoðað:June 12, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: