Sú staðreynd að Ölfus hafi forgang á orkuna sem virkjuð verður í Hverahlíð, þegar þar að kemur, hafi Ólafur Áki, sá knái sveitarstjóri í Ölfusi nógu skjótar hendur og festi sér orkuna fyrir 1. júlí í ár en þá verður Helguvík ekki gangsett „period“ því samkvæmt samningi sveitarfélagsins Ölfuss við Orkuveitu Reykjavíkur á Ölfus forgang á nýtingu orkunnar í heimabyggð að því tilskildu að samið verði um það fyrir 01.07. nk. Auðvitað verður þá að vera í hendi að fyrirtæki, í grænni geira en álver, ætli sér að setjast að í Þorlákshöfn og hefja rekstur á næstu árum. Eitt loforð góðs fyrirtækis dugar til að kollvarpa hugmyndum um álver í Helguvík og nú hefur Ólafur Áki því tækifæri til að sýna og sanna að hann geti fært björg í bú en ekki bara flaggað innantómum hugmyndum um ýmsan vafasaman rekstur eins og við höfum svo oft þurft að horfa upp á á undanförnum árum.

Komdu nú Ólafur Áki og sannaðu hvað í þér býr!

Mynd: Tilraunaboranir í Hverahlíð. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
18. júní 2009
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Ákall til Ólafs Áka“, Náttúran.is: 18. júní 2009 URL: http://nature.is/d/2009/06/18/akall-til-olafs-aka/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 6. maí 2010

Skilaboð: