Framkvæmdastjórn ESB kynnti í dag aðgerðaáætlun til að stemma stigu við útblæstri gróðurhúsalofttegunda og aukna notkun endurnýtanlegrar orku. Markmiðið er að fyrir árið 2020 verði útblástur skaðlegra lofttegunda 20% minni en árið 1990. Auk þess á endurnýtanleg orka að vera orðin 20% af orkuþörf. Þessar aðgerðir kosta sitt að sögn Jose Manuel Barroso forseta framkvæmdastjórnar ESB, eða um 300 íslenskar krónur á viku. (Rúmlega verð tveggja bensínlítra).

Umhverfissinnar telja þetta mark sett of lágt. Ekki minna er 30% þurfi til að ná árangri. Það næst mögulega með því að orkunotkun dragist saman ásamt betri samsetningu á þessum áratug sem er áætlunin miðast við. En til þess þurfa allir að leggjas á eitt og skammtímahagsmunir atvinnuvega mega ekki standa björgunaraðgerðum á andrúmsloftinu fyriri þrifum. En í skýrslu sem Sameinuðu Þjóðirnar birtu fyrir skemmstu er neysluhyggja hagvaxta hagkerfisins mikill Þrándur í Götu úrbóta.

Ljósmynd af Jose Manuel Barrosa.

Birt:
Jan. 23, 2008
Höfundur:
Einar Bergmundur
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „ESB með tillögur um endurnýjanlega orku“, Náttúran.is: Jan. 23, 2008 URL: http://nature.is/d/2008/01/23/esb-meo-tillogur-um-endurnyjanlega-orku/ [Skoðað:Dec. 9, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Jan. 24, 2008

Messages: