Stönglarnir settir í krukku og flórsykri hellt yfir, hrista verður niður í krukkunni nokkrum sinnum til að geta fyllt hana alveg. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Nú er rétti tíminn til að skera hvönn og margt gott hægt að gera úr stönglum ætihvannarinnar [Angelica archangelica]. Seinna í sumar er síðan hægt að safna fræjum, þurrka og nota í brauð. Einn af eiginleikum ætihvannarinnar er að vinna gegn öndunarerfiðleikum og hósta og því tilvalið að nota þessa frábæru jurt til að útbúa hóstastillandi hálstöflur eða dropa.

Stönglarnir togaðir upp úr krukkunni. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Einfalt og skemmtilegt er að gera hvannarhóstatöflurnar. Maður tekur hvannarstöngul og sker langsum, treður í glerkrukku og hellir flórsykri yfir, eins mikið og hægt er að troða í krukkuna.

Daníel Tryggvi 5 ára að sprauta hvannardropum á smjörpappír. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

Látið liggja í 2-14 daga. Hristið krukkuna af og til. Flórsykurinn sýgur vökvann smám saman úr hvannarstönglunum. Stönglarnir eru síðan teknir upp úr krukkunni, vökvinn þykktur með aðeins meiri flórsykri og látið dropa eða sprautað með kúasprautu á smjörpappír. Látið þorna í 1-2 daga. Þá eru droparnir losaðir af smjörpappírnum og settir í ílát. Geymist þannig vel allan veturinn.

Uppskrift: Dr. Christian Osika.

Ljósmyndir: Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is

 

 

Birt:
July 27, 2015
Höfundur:
Náttúran
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Náttúran „Ætihvannarhóstatöflur“, Náttúran.is: July 27, 2015 URL: http://nature.is/d/2007/05/16/tihvannarhstatflur/ [Skoðað:Feb. 24, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: May 16, 2007
breytt: July 28, 2015

Messages: