Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur falið Umhverfisstofnun að kanna hvernig staðið hefur verið við þau skilyrði sem umhverfisráðuneytið setti í úrskurði um mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar í desember 2001.

Í úrskurði ráðuneytisins var fallist á framkvæmdina með 20 tölusettum skilyrðum sem var ætlað að draga úr umhverfisáhrifum virkjunarinnar. Framkvæmdaraðila var falið að sjá til þess að skilyrðunum yrði fullnægt. Rekstur virkjunarinnar hefur nú staðið í á þriðja ár.

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segist hafa fengið ábendingar um að ekki hafi verið staðið við öll skilyrðin sem sett voru í úrskurðinum og þess vegna hafi hún falið Umhverfisstofnun að kanna það sérstaklega.

Sjá úrskurð ráðuneytisins um umhverfisáhrif Kárahnjúkavirkjunar.

Birt:
31. mars 2010
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Framfylgd skilyrða í úrskurði um Kárahnjúkavirkjun könnuð“, Náttúran.is: 31. mars 2010 URL: http://nature.is/d/2010/03/31/framfylgd-skilyrda-i-urskurdi-um-karahnjukavirkjun/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: