Viktoría Gilsdóttir ormamoltugerðarleiðbeinandi. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Námskeið í ormamoltugerð verður haldið í Matrika Studio Stangarhyl 7 laugardaginn 30 janúar frá kl. 14:00-16:00.

Leiðbeinandi er Viktoría Gilsdóttir en hún hefur gert tilraunir með ormamoltugerð og þróað aðferðir sem virka vel við íslenskar aðstæður. Hægt er að hafa ormamoltukassa t.d. í eldhúsinu eða vaskahúsinu enda kemur engin ólykt af moltugerðinni og moltan sem ormarnir framleiða teljast til áburðar í hæsta gæðaflokki.

Viktoría mun fjalla um ormana sem notaðir eru, fæðuna sem þeir vinna best úr, hönnun á íláti, uppsetningu ormamoltu, endurnýjun o.fl.

Nemandur þurfa að taka með kassa undir ormamoltuna, miðað er við svartan plastkassa 55x35x55cm.

Sjá viðburðinn á Facebook.

Skráning fer fram á: http://www.matrikastudio.com/skr-mig-nmskei/


Birt:
Jan. 4, 2016
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Námskeið í ormamoltugerð“, Náttúran.is: Jan. 4, 2016 URL: http://nature.is/d/2016/01/04/namskeid-i-ormamoltugerd/ [Skoðað:July 15, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: