Fair Trade deildin

Við eigum að spyrja spurninga og gera kröfur!

Stofnfundur Fair Trade samtakanna á Íslandi verður haldinn á kaffiteríunni í Perlunni, þann 10. maí kl. 11:00 en 10. maí er alþjóðlegi Fair Trade dagurinn haldinn hátíðlegur um allan heim.

Við tökum þátt í baráttunni fyrir sanngjörnum viðskiptum við þróunarlöndin og styðjum um leið þá sem vilja gera vel. Fair Trade er einstakt samband milli framleiðenda og neytenda, við neytendur getum haft heilmikil áhrif.

Hægt að skrá sig á atburðinn á fésbókinni; Fair Trade á Íslandi og þar má finna nánari upplýsingar.

Allir velkomnir!

Grafík: Fair Trade deild á Náttúrumarkaði, Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir.


Birt:
7. maí 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir, Björg Eggertsdóttir „Stofnfundur Fair Trade samtaka á Íslandi “, Náttúran.is: 7. maí 2014 URL: http://nature.is/d/2014/05/07/stofnfundur-fair-trade-samtaka-islandi/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: