Ecofont er nafn á letur-fonti sem þróaður hefur verið með það fyrir augum að gera prentun umhverfisvænni með því að minni prentsvertu þurfi til prentunarinnar. Ecofont.eu er sameiginlegur vettvangur fyrir þróun á þessu sviði og er vefurinn ecofont.eu sá staður sem hægt er að nálgast fontinn til notkunar í stafrænni prentun. Fonturinn er ókeypis.
 
Fyrirtækið SPRANQ creative communications (Utrecht, Hollandi) hefur það að markmiði að prenthylkin þín dugi lengu og fór þess vegna út í að þróa lausn sem sparar prentsvertu. Ecofont er„götótt“ letur og sparar þannig bleksvertuna. Götin eru ekki sýnileg með berum augum og skipta því engu máli varðandi gæði prentunarinnar. Ecofont notar um 80% af prentsvertu venjulegs leturs.

Ecofont er Vera Sans letur og virkar á OpenOffice, AppleWorks and MS Office 2007.
Notkun laserprentara gefur bestu gæðin.
Birt:
Jan. 18, 2009
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Letur sem sparar prentsvertu“, Náttúran.is: Jan. 18, 2009 URL: http://nature.is/d/2009/01/18/letur-sem-sparar-prentsvertu/ [Skoðað:May 29, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: