Maríustakkur [Alchemilla vulgaris] er algeng jurt á Íslandi og hefur frá örófi verið notuð til að koma á jafnvægi á tíðarverki og miklar blæðingar hjá konum. Hún er því sannkölluð kvennajurt. Maríustakkur er einnig notaður í græðismyrsl og krem. Daggardroparnir sem glitra svo fallega í laufblöðum maríustakksins eru kennd við Maríu mey og nefnd „tár Maríu“.

Sjá nánar um maríustakk, kvennasjúkdóma og kvennakvilla á vefnum Liber Herbarum en íslenskaða útgáfan þar er afurð samvinnu milli Náttúran.is og Liberherbarm.com og mun verða hluti af Grasagudduþættinum hér á vefnum innan skamms. Skoða dæmi: „alla kvensjúkdóma“ á Liber Herbarum com.

Myndin er af „tárum Maríu“. Ljósmynd: Guðrún Tryggavdóttir.

Birt:
6. júní 2010
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Tár Maríu - Maríustakkur“, Náttúran.is: 6. júní 2010 URL: http://nature.is/d/2007/05/28/tr-maru-marustakkur/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 28. maí 2007
breytt: 17. júní 2010

Skilaboð: