Til undirbúnings lofslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin verður í Kaupmannahöfn í desember næstkomandi hefur verið þróaður vefur sem bæði á að gefa mynd af því sem verið er að gera í heiminum til að berjast gegn lofslagsbreytingum og auka möguleika á því að það framboð sem fyrir hendi er komi umhverfinu virkilega til góða. Á vinnufundi samtakanna Road to Copenhagen sem haldinn var í Brussel þ. 6. nóvember 2008 (sjá grein) að frumkvæði Gro Harlem Brundtland, Margot Wallström og Mary Robertson var tilkynnt um að vefurinn CoolPlanet væri á teikniborðinu. Á vinnufundinum í Brussel var Björku Guðmundsdóttur boðið til pallborðsumræðna en andlit hennar birtist nú á vefnum í kaflann „Cool Friends“. Þar segir m.a. að Björk hafi stofnað samtökin “Nattura“ árið 2008.

Vefurinn er stórskemmtilega uppsettur, myndmálið ekki ósvipað þeirri grafík sem Framtíðarlandið setti fram á vinnufundum sínum á sínum tíma og teiknaðir textar og myndir á vefnum minna helst á námsmannaauglýsingaherferð Landsbankans (hvursu sannfærandi það nú kanna að vera í augum íslendinga í dag).

Vefurinn býður upp á skráningar á atburðum og verkefnum sem sinna og vinna að náttúruvernd og öðrum loftslagsvænum verkefnum og atburðum í heiminum. Það veður spennandi að sjá hvernig þátttakan verður en hugmyndin er sannarlega frábær og algerlega í takt við það sem sá vefur sem þú ert nú staddur/stödd á vinnur samkvæmt.

Sjá CoolPlanet2009.org.

Birt:
25. mars 2009
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Vefurinn CoolPlanet2009.org kominn í loftið“, Náttúran.is: 25. mars 2009 URL: http://nature.is/d/2009/03/25/coolplanet2009org-kominn-i-loftio/ [Skoðað:25. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: