Íslenskir blómadropar Kristbjargar hafa að geyma innsta eðli ferskrar og óspilltrar náttúru landsins. Þeir eru framleiddir úr tæru, íslensku vatni hlöðnu tíðni villtra, íslenskra jurta. Jurtirnar eru einungis tíndar fjarri mannabyggð og allri umferð, þar sem þær eru ósnortnar, hreinar og í sínum fulla krafti. Blómadroparnir innihalda íslenskt vatn og tíðni eða útgeislun plantnanna. Segja má að útgeislun þeirra sé áran (Aura) eða lífskraftur þeirra en sérhver planta hefur sína sérstöku tíðni og útgeislunarorku.

Í íslensku búðinni hér á vefnum eru náttúru- og blómadropar Kristbjargar Elí til sölu en með því að panta þá hér á vefnum koma þeir til þín heim að dyrum, eða ef þú vilt senda gjöf þá kemur hún heim til þess sem þú gefur gjöfina; Vitund I - sett með 9 dropum, sem og einstaka dropar úr settinu þ.e. blómadroparnir: Alheimskærleikur, Gleði & hlátur, Helg tjáning, Innsæi, Sjálfsöryggi, Skilningur, Vilji & Tilgangur og náttúrudroparnir: Lífsorka , Slökun og Lífsbjörgin.

Ef þú óskar eftir því persónuleg skilaboð eða jólaósk verði send með pakkanum þá sendir þú okkur texta og mynd á nature@nature.is og jólapakkinn verður afgreiddur alveg eins og þú óskar eftir.

Birt:
17. desember 2008
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Íslenska jólagjöfin - Blóma- og náttúrudropar Kristbjargar“, Náttúran.is: 17. desember 2008 URL: http://nature.is/d/2008/11/29/islenska-jolagjofin-bloma-og-natturudropar-kristbj/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 29. nóvember 2008
breytt: 17. desember 2008

Skilaboð: