Hálendisferðir bjóða upp á gönguferðir um hálendið í sumar. Ósk Vilhjálmsdóttir er stofnandi og eigandi Hálendisferða. Leiðsögumenn með henni eru Hjálmar Sveinsson, Margrét Blöndal, Anna Kristín Ásbjörnsdóttir ásamt kokknum og myndlistarkonunni Brynhildi Þorgeirsdóttur.

Hálendisferðir í sumar eru:

Töfrar Torfajökuls
Gönguferð með trússi, fullu fæði og skálagistingu um eitt mesta háhitasvæði í heimi, Torfajökulsvæðið. Könnuð eru hin víðfemu og furðu lítt þekktu hverasvæði í Austur- og Vestur-Reykjadölum sem eru utan alfaraleiðar. Í góðu veðri er mögnuð fjallasýn og útsýni yfir flesta jökla landsins.

Þjórsárver
Gönguferð með trússi, fullu fæði og skálagistingu um eitt mesta háhitasvæði í heimi, Torfajökulsvæðið. Könnuð eru hin víðfemu og furðu lítt þekktu hverasvæði í Austur- og Vestur-Reykjadölum sem eru utan alfaraleiðar. Í góðu veðri er mögnuð fjallasýn og útsýni yfir flesta jökla landsins.

Kerlingafjöll - Þjórsárver
Einstök gönguferð inn að miðju Íslands. Í fjallaþyrpingunni Kerlingarfjöll er eitt magnaðasta og leyndardómsfyllsta háhitasvæði landsins umkringt háum líparítfjöllum. Gengið er um Efri og Neðri Hveradali, þvert yfir fjallaþyrpinguna og þaðan yfir í gjörólíkt landslag friðlandsins suður af Hofsjökli. Þjórsárver eru sannkölluð gróðurvin hálendisins. Jökulvatnið kvíslast þar eins og háræðanet um svæðið og gefur því næringu. Þarna er kafagróður og eitt stærsta heiðargæsavarp í heiminum. Á leiðinni til baka verða lítt þekktir fossar í jökulánni Þjórsá skoðaðir ef tími vinnst til.

Nánar á halendisferdir.is. Ljósmynd: Gengið um Torfajökulssvæðið, af halendisferdir.is.

Birt:
11. júní 2014
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Gönguferðir um hálendið í sumar“, Náttúran.is: 11. júní 2014 URL: http://nature.is/d/2014/06/11/gonguferdir-um-halendid-i-sumar/ [Skoðað:18. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 12. júní 2014

Skilaboð: